Hvað þarf að hafa í huga varðandi starfsdaga?

Hvað þarf að hafa í huga varðandi starfsdaga?

Það er mikilvægt í fyrirtækjarekstri að ná starfsfólki saman og stilla saman strengi. Svokallaðir starfsdagar eru vinsælt form þar sem gjarnan er farið af vinnustaðnum og fyrripartur dagsins fer í sameiginlega vinnu þar sem skerpt er á hlutunum og mörkuð stefna. Að starfsdegi loknum er gjarnan slett út klaufunum í tilefni af góðum degi og tónninn sleginn fyrir framhaldið. 

Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar halda á starfsdag:

  • Hvert er markmiðið? Hvað á að koma út úr þessari vinnu? Það er grundvallaratriði að stjórnendur, sem gjarnan eiga þennan dag, séu vel undir hann búnir og með skýr markmið.
  • Hvað gerist svo? Að degi loknum, eftir alla þessa vinnu starfsfólks, hvað á að gera við vinnuna og afurðina sem kemur út úr deginum? Þetta þarf að vera búið að ákveða áður en dagurinn er haldinn. Eins þarf að vera búið að ákveða hvernig niðurstaða dagsins, eða framgangur verkefna sem út úr honum koma, eru kynnt enn frekar.
  • Má ekki hafa smá gaman af þessu? Í stað þess að hafa þetta alveg tvískipt; vinna fyrripartinn og svo partý á eftir. Þá má alveg brjóta formið aðeins upp og flétta smá stuði inn í allan daginn og þá er jafnvel hægt að ná vinnunni lengra inn í daginn og fá meira út úr fólki. Það er hægt með því að vera með smá keppni milli vinnuhópanna yfir daginn eða vera með uppbrot inn á milli til að létta aðeins andrúmsloftið.
  • Gott er að byrja daginn á uppbyggilegum og hvetjandi fyrirlestri sem setur tóninn og taktinn fyrir daginn. Vera búin að brjóta ísinn milli fólks svo það verði ófeimið til að láta til sín taka í vinnunni framundan.
  • Vertu með bland í poka á borðum og nóg af fiktdóti (fidget). Það ætti að halda sveimhugunum við efnið og gefa fólki smá auka heilaorku-boost að fá gotterí.
  • Það VERÐUR að vera niðurstaða eftir daginn og farið í þau verkefni sem koma út úr deginum. Því annars missir svona dagur marks og erfiðara verður að fá fólk aftur út í svona vinnu ef það sér engan ávinning af henni.

Góður starfsdagur getur svo sannarlega skilað góðum árangri inn í fyrirtækið. Með því að hafa starfsfólkið  með í vinnunni, fá frá þeim sem eru sérfræðingar í því sem þau gera, hvernig hægt er að gera starfsemina skilvirkari, getur verið ómetanlegt fyrir fyrirtæki, ef rétt er haldið á spilunum.

Magio getur svo sannarlega aðstoðað ykkur við fjörið ef á þarf að halda, sendu okkur línu á totla@magio.is