Árshátíð er ekki bara partý – hún er fjárfesting

Árshátíð er ekki bara partý – hún er fjárfesting

Á flestum vinnustöðum er árshátíðin talin sjálfsögð. En stoppum aðeins og spyrjum okkur: Af hverju erum við að halda hana og erum við að nýta öll þau tækifæri sem í henni felast?

Árshátíð er meira en eitt kvöld. Hún er vettvangur fyrir samstöðu, stoltið yfir árangri liðins árs og orkugjafi fyrir það sem fram undan er. Þess vegna ætti undirbúningurinn og eftirleikurinn að skipta ekki minna máli en sjálft kvöldið.

Við hjá Magio - viðburðasmiðja (u) sjáum árshátíðina meira sem ferðalag en ekki bara endapunkt.

  • Í aðdragandanum er hægt að byggja upp stemningu, auka þátttöku og fá alla með í fjörið. Huga þarf að fjölbreyttum hópi starsmanna og starfsaðstöðu þeirra.
  • Kvöldið sjálft verður hápunkturinn þar sem allt smellur saman í gleði og eftirvæntingu. Þar er hægt að nýta momentið til að styrkja fyrirtækjastolt, hrósa starfsfólki og skerpa á framtíðarsýninni.
  • Og eftirleikurinn? Það er mikilvægt að fylgja stemmingunni eftir í vikunni eftir árshátíð og passa t.d. hvað er í matinn á mánudeginum. Nýta sameiginleg netrými til að birta myndir af kvöldinu svo eitthvað sé nefnt.

Til að auka stemmingu í kring um árshátíðina er margt hægt að gera í aðdraganda hennar.  Nokkur einföld dæmi sem við höfum nýtt með frábærum árangri:

  • Litlir glaðningar á vinnustaðnum til að minna á árshátíðina.
  • Sýnileg skráning sem kveikir keppnisanda.
  • Online leikir og smáuppátæki sem byggja upp stemningu.
  • Skreytingar sem umbreyta vinnustaðnum í takt við þema árshátíðar.
  • Og ekki síst: stjórnendur sem taka þátt af alvöru, því eftir höfðinu dansa limirnir.

Það getur virst dýrt að fá viðburðafyrirtæki í lið með sér, en reynslan sýnir annað. Í raun er það fjárhagslega hagkvæmt þegar starfsfólkið getur einbeitt sér að sínum kjarnaverkefnum í stað þess að verða „viðburðadeild“ ofan á annað og geta svo verið almennir þátttakendur í kvöldinu sjálfu.

Ef þú vilt að næsta árshátíð verði ekki bara partý, heldur fjárfesting sem skilar sér inn í menningu og árangur fyrirtækisins, þá skulum við setjast niður.