Hvernig er hægt að hafa gaman á vinnutíma?
Share
Það er mikilvægt að huga að stemmingu innan fyrirtækja og eitt af því einfaldasta sem hægt er að gera er að brjóta aðeins upp daginn með skemmtilegum viðburðum eða leikjum á vinnutíma. Slík uppábrot styrkja tengsl, gefa orku og gera vinnuumhverfið jákvæðara.
Í sumum fyrirtækjum eru starfsmenn út um allt og ekki allir við tölvuna allan daginn. Þá er gott að nýta innranetið eða aðra sameiginlega vettvanga til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt.
Við hjá Magio höfum tekið saman nokkrar hugmyndir sem við mælum með að þið prófið:
Vísindaferðir milli deilda
Skemmtileg leið til að auka skilning og samvinnu milli deilda.
- Stutt kynning á verkefnum og starfsfólki
- Léttar veitingar
- Smá ísbrjótur eða leikur
- Deildin afhendir næstu deild keflið til að halda áfram hefðinni
Markmið: ein vísindaferð á hvern ársfjórðung
Veitingafjör
Fátt gleður starfsfólk meira en smá veitingar sem poppa upp daginn!
- Poppbar – popp í öllum útfærslum með kryddi, lakkrísdufti eða súkkulaði
- Kakóbar – með þeyttum rjóma, ís, sprinkles og öðru góðgæti
- Smakkdagar – t.d. páskaeggjasmakk, jólabjórsmakk eða smákökusmakk
-
Pálínuboð - allir koma með uppáhalds saumaklúbbsréttinn sinn
- Uppáhalds nammið- komdu með uppáhalds nammið þitt og leyfðu öðrum að njóta
-
Fermingaveisla - Mötuneytið býður í fermingaveislu með heitum réttum, brauðtertum og kransaköku
- Moctailstund - Hamingjustund með óáfengum kokteilum
Minigolfmót
Skiptið skrifstofunni niður í teymi sem búa til sínar eigin minigolfbrautir úr því sem til er á vinnustaðnum eða heima. Að lokum fer fram skemmtileg keppni um allt húsið.
Dekurdagur
Gefið starfsfólki tíma til að slaka á og hlaða batteríin.
- Nudd, snyrting, tarotlestur, heilun eða nálastungur á staðnum
- Bjóða upp á tíma í joga nidra, hugleiðslu eða kakóseremóníu
- Færanleg nuddtæki, litlir maskar eða snyrtivöruprufur við hverja vinnustöð
- Fyrirlestur í hádeginu tengdur vellíðan og sjálfsrækt
Myndakeppni
Tilvalið til að kynnast vinnufélögunum betur – bæði á skrifstofu og online.
- Starfsfólk leggur fram myndir eftir þema, sem birtast nafnlaust
- Hópurinn giskar hver á hvaða mynd
- Þemu: barnamyndir, fermingamyndir, gæludýr, tattóo
- Myndaleikur tengdur vinnustaðnum t.d. „segðu mér að þú vinnir hjá XX án þess að segja mér það“, túlkaðu gildin okkar, slagorð eða lógó.
Aukaleikir sem hægt er að halda á innraneti eða í sameiginlegum spjallrásum:
- Brandarakeppni
- Botnaðu fyrirpart
- EMOJI/GIF framhaldssaga
- Myndaþrautir
Hrósveggurinn
Hafið sýnilegan stað þar sem starfsfólk getur skilið eftir hrós eða jákvæð skilaboð.
- Deilið hrósi frá viðskiptavinum eða hrósið hvert öðru
- Bjóðið fólki að taka uppbyggileg skilaboðaf veggnum, sem það tengir við – en það verður skilja eitthvað eftir í staðinn
- Breytið veggnum í þakklætisvegg, brandaravegg eða jafnvel uppskriftavegg
Hrósveggurinn getur líka verið á innranetinu!
Olympíuleikarnir í skrifstofutækni
Keppni milli liða í allskonar skrifstofugreinum, bréfaklemmulengjan, skrifstofustólarallý, ruslatunnuboðhlaup og pílukast.
"Ted talk" í hádeginu
Á öllum vinnustöðum er hægt að finna áhugavert fólk sem er með þekkingu eða hæfileika á allskonar sviðum. Því ekki að gefa þeim tækifæri á að segja frá t.d. áhugaverðu áhugamáli, ferðalagi eða fræðigrein sem viðkomandi þekkir vel. Nú eða kannski leynist uppistandari í hópnum eða efnilegur söngvari. Það er tilvalið að bjóða upp á þetta einu sinni í mánuði í hádeginu.
Dansstund
Í gamladaga þótti manni ekki tiltöku mál að mæta í félagsmiðstöðina kl 17 og dansa af sér bossann. Því ekki að bjóða upp á dansstund á miðjum vinnudegi. Taka frá stærsta fundarherbergið fá góðan DJ og mögulega splæsa í smá diskóljós og bjóða upp á klukkutíma dansstund. Frábær hreyfing og útrás og starfsfólkið fer endurnært aftur til vinnu.
Það þarf ekki mikið til að skapa jákvæða stemningu á vinnustaðnum. Með litlum uppábroti eins og þessum verður vinnudagurinn bæði léttari og skemmtilegri og starfsfólkið nýtur sín betur.