Töfrandi viðburðasmiðja
Viðburðir sem hreyfa við, vekja athygli og auka virði
Hjá Magio snýst allt um að skapa viðburði sem skila virði til viðskiptavina okkar með tilsjón af menningu, gildum og umhverfis- og sjálfbærni markmiðum viðskiptavinarins.
Með fjölbreytta reynslu í viðburðahaldi og markaðssetningu töfrum við fram lausnir sem henta jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum og ekki síður einstaklingum.
Töfrar í hverjum viðburði
Fagleg viðburða-ráðgjöf
Magio býður faglega viðburðaráðgjöf, hvort sem um er að ræða starfsmannaskemmtanir eða markaðsviðburði.
Við getum komið inn sem hluti af teyminu ykkar, tímabundið eða til lengri tíma, og tryggt að hver viðburður fái þann fókus, metnað og skipulag sem hann á skilið.
Leyfðu okkur að töfra fram viðburð sem skiptir máli
Af hverju Magio?
Merking orðsins magio er töfrar og við tökum það bókstaflega. Okkar verkefni er að umbreyta hugmyndum í töfrandi upplifanir sem styrkja tengsl, byggja ímynd og styðja við vöxt fyrirtækja.
Við bjóðum:
*markvissa viðburðaráðgjöf
*skapandi nálgun
*hnökralausa framkvæmd
Við tryggjum að viðburðirnir þínir verði meira en bara samkoma; þeir verði áhrifaríkir og eftirminnilegir.
Viðburðafyrirtækið Magio er töfrum líkast.
Magio teymið
Að Magio standa þau Þórunn Hilda Jónasdóttir, sem hefur fjölbreytta reynslu af viðburða- og markaðsstarfi fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og góðgerðarsamtök, ásamt öflugu tækniteymi frá Sonik tækni: Baldur Rafn Gissurarson, Hlynur Friðriksson og Gunnar Möller.
Um Magio
Magio viðburðasmiðja sérhæfir sig í faglegri viðburðastjórnun og ráðgjöf.
Við töfrum fram:
*vinnufundi, *kickoff-partý, *starfsdaga, *árshátíðir, *stórafmæli, *jólahlaðborð, *stórviðburðir, * starfsmannaskemmtarnir, *fjölskyldudag og margt fleira.
Með gagnsæi, góðum kjörum og markmiðin að leiðarljósi.
Magio býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja skapa áhrifamikla og eftirminnilega viðburði, með töfrum í bland við fagmennsku.
Þórunn Hilda (Tótla)
Framkvæmdastjóri & viðburðaráðgjafi Magio – eða eins og við segjum: Stjórinn á svæðinu.
Það er engin tilviljun að Tótla stýri Magio með öruggri hendi, hún hefur verið að skapa stemmingu og skipuleggja viðburði svo lengi sem hún man eftir sér. Frá því í grunnskóla hefur hún séð um allt frá diskótekum upp í ráðstefnur, og með árunum hefur reynslan vaxið í öflugt safn af þekkingu á viðburðahaldi, markaðssetningu, PR og almennu stuði.
Tótla hefur skipulagt ráðstefnur, árshátíðir, góðgerðahlaup, starfsdaga, markaðsherferðir, fjölskyldudaga og séð um kynningarbása á stórum sýningum, svo eitthvað sé nefnt.
Hvort sem um er að ræða fyrirtækjaviðburði, starfsdadaga, vörukynningar eða góðgerðarkvöld, þá er það einmitt Tótla sem tryggir að bæði smáatriðin og stóru myndirnar passi saman, með smá töfrum.